Göngum í skólann

Göngum í skólann átakið hefst mánudaginn 8. september næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni og höfum við í Grenivíkurskóla tekið þátt síðustu ár. Nemendur eru hvattir til þess að ganga eða hjóla þessa daga og fá fyrir það stimpil á dagatal sem hver og einn nemandi fær og hengir upp í sinni stofu. Þegar átakinu er lokið skoðum við þátttöku nemenda eftir samkennsluárgöngum og verðlaunum jafnvel þann árgang sem hefur staðið sig best. Í fyrra urðum við að verðlauna alla nemendur því þátttakan var nánast 100%

Göngum í skólann átakið er einmitt til þess að hvetja nemendur til þess að nota virkan ferðamáta í skólann allan ársins. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing svona snemma á morgnana getur bæði aukið heilsu nemenda sem og einbeitingu þeirra í skólanum.