Jasmín nemandi vikunnar

Nemandi vikunnar var dreginn út í samverunni okkar á mánudaginn síðasta og var það Jasmín sem var dregin út að þessu sinni.

 

Nafn: Jasmín Ýr Stefánsdóttir

Gælunafn: Jasmín

Bekkur: 5. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Tónmennt og myndmennt

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara til Reykjavíkur og hitta frænku mína

Áhugamál? Syngja og lita og mála

Uppáhaldslitur? Blár

Uppáhaldsmatur? Uppáhaldsmatur

Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég veit ekki

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Veit ekki

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Manchester United

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Söngvari og listamaður

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Manchester

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Söng og listaverk

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að það má fá meira en 5 krakka í húsið

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Pening

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég mundi segja mér að segja frá þegar ég var lögð í einelti inn á Akureyri

 

Við þökkum Jasmín fyrir góð svör!