Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember síðastliðinn var dagur íslenskarar tungu og í tilefni þess voru allir nemendur kallaðir á sal í fyrsta tíma. Þar fór Ásta skólastjóri stuttlega yfir það hvers vegna við höldum upp á dag íslenskrar tungu akkúrat þennan dag en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

Síðan skipti hún nemendum niður í hópa og fóru hóparnir hver á sína stöð og var verkefni dagsins að útbúa veggspjöld sem útskýra einkunnarorð skólans: Hugur, Hönd og Heimabyggð. Nemendur fóru á 6 stöðvar þar sem ein stöðin útbjó veggspjald fyrir Hug, önnur stöð útbjó veggspjald fyrir Hönd, þriðja fyrir heimabyggð, sú fjórða var í smíðastofunni í ýmsum smíðaverkefnum þessu tengt. Fimmta stöðin var í yndislestri og slökun og sú sjötta var í ýmsum spilum. Í lok dags hafði nemendum tekist að klára öll þrjú spjöldin sem og stafi til að mynda orð yfir spjöldunum og er búið að hengja þetta upp á áberandi stað á samverusvæðinu okkar í skólanum.

Útkoman fór fram úr okkar björtustu vonum og má sjá lokaútgáfuna á myndinna hér til hliðar og á hlekkinum hér að neðan.

Myndir frá þessum degi má finna hér!