Brúðuleikhús á samveru

Nemendur í 1.-4. bekk hafa undanfarnar vikur undirbúið brúðuleikhús í tónmenntatímum hjá Rannvá og í gær var komið að því að sýna afraksturinn á samveru.

Krakkarnir voru búnir að leggja mikið í undirbúninginn, klippa út fígúrur, undirbúa texta til að lesa og fleira. Um var að ræða sýningu sem nefnist Karnival dýranna, og var gaman að sjá litskrúðug og fjölbreytt dýr birtast undir fallegum tónum tónskáldsins Saint Saens sem samdi verkið.

Við þökkum krökkunum og Rannvá kærlega fyrir skemmtilega sýningu, en nokkrar myndir frá samveru má skoða hér.