Bríet Kolbrún nemandi vikunnar

Bríet Kolbrún var dregin út sem nemandi vikunnar í samverunni okkar á mánudaginn síðasta. Hún svaraði fyrir okkur nokkrum laufléttum spurningum.

 

Nafn: Bríet Kolbrún Hinriksdóttir.

Gælunafn: Bía.

Bekkur: 3. bekk.

Hver er uppáhaldsgreinin þín í skólanum? Íþróttir.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frímínútum? Að leika mér úti í snjónum að hoppa í skafla.

Áhugamál? Ég hef áhuga á íþróttum og mér finnst handbolti mjög skemmtilegur.

Hvaða bók lastu síðast? Ég las síðast Skúli skelfir og fótboltahetjan.

Hvað er það besta við skóla? Að vera í myndmennt.

Uppáhaldsmatur? Uppáhaldsmaturinn minn er pasta.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Hvolpasveitin og Biggest Looser Ísland

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Uppáhaldið mitt er Justin Bieber.

Hver er uppáhalds íþróttin þín og íþróttamaður? Fótbolti og Hazard.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Að komast i landsliðið í fótolta.

Hvað heldurðu að þú verðir að gera eftir 5 ár? Ég veit það ekki alveg en verð þá 13 ára og verð þá örugglega í skólanum ennþá eða eitthvað...

Eftir 10 ár? Þá verð ég örugglega að keyra bíl eða eitthvað og í Verkmenntaskólanum.

Áttu gæludýr? Ef svo er, hvað er það besta við það? En leiðinlegast? Já ég á páfagauk og það er gaman þegar hann nartar í eyrað.

Ef þú myndir vinna 50 milljónir í lottó hvað myndirðu gera við peninginn? Ég myndi bjóða mömmu og ömmu til Spánar og Tenerife.

 

Við þökkum Bríeti kærlega fyrir skemmtileg svör!