Bókastyrkur frá Lions

Í dag afhentu Lionsklúbbar á svæði peningagjöf til bókakaupa til grunnskóla á Norðurlandi eystra að verðmæti 1.910.000 kr. Klúbbarnir eru á svæðinu frá Dalvík til Húsavíkur og eru þeir 9. Gjöfin er veitt til heiðurs Guðrúnu Björt Yngvadóttur sem er fyrsta kona sem er alþjóðaforseti Lions og fyrsta konan til að gegna embættinu. Tilgangurinn er að efla áhuga og getu í lestri í grunnskólum. Hlutur Grenivíkurskóla er 30.000 kr.  Jón Heiðar Daðason tók við gjöfinni fyrir hönd Grenivíkurskóla.