Björg Guðrún

Í samverunni á mánudaginn heldum við áfram að æfa okkur að syngja lögin úr Oliver Twist fyrir vorsýninguna sem er eftir páska. En áður en við byrjuðum að syngja drógum við nemanda vikunnar og var það Björg Guðrún sem kom upp úr hattinum að þessu sinni. Þ.e.a.s. nafnið hennar, ekki hún sjálf.

 

Nafn: Björg Guðrun Sigurbjörnsdóttir

Gælunafn: Björg

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Handmennt, myndmennt, smíðar og frímó.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara til útlanda og fara í útskriftarferðina í leikskólanum en þetta er ekkert alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert en það er allt í lagi. 

Áhugamál? Fara á hestbak er stundum skemmtilegt en man ekkert meira sko.

Uppáhaldslitur? Fjólublár, rauður, blár, fleikur og gulur.

Uppáhaldsmatur? Sveppasúpa, blómkálssúpa, lasagne, pizza, kjötsúpa o.fl.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Veit ekkert hvað það heitir sko.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Ég veit það ekki.

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Ég veit ekkert með það sko.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Legoland af því margir tala um Legoland. Þannig að mig langar svo mikið að sjá það sko.

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Veit það ekki. Píanó allvegana.

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að ráða hvað ég fæ og hvert ég fer.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég veit það ekki.

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Auðveldara að fara á hestum en bílum því þú þarft að vera svo gömul til a fara á bíl.

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Vera duglegri að læra ensku. Mig langar svo að vera betri í ensku.

 

Við þökkum Björgu kærlega fyrir skemmtileg svör.