Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður kom til okkar í heimsókn á föstudaginn í síðustu viku þrátt fyrir leiðindafærð. Þegar hann mætti var hringt á samveru á svæði á gamla mátann með gömlu skólaklukkunni. Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir afhjúpaði hann stórt plaggat með kápunni á nýju bókinni hans. Hann talaði svo um bækurnar sem hann hefur gefið út í þessum sama stíl. En í þessum bókum getur maður valið nokkrum sinnum hvernig bókin endar. Þ.e.a.s. maður les einn kafla og svo velur maður fyrir aðalpersónuna hvaða leið hún velur og fer þá og flettir áfram í bókinni og les ákveðinn kafla. Maður getur oft valið milli tveggja möguleika og þá kemst maður að því hvort leiðin endar vel eða illa en önnur leiðin endar alltaf vel og hin illa.

Hann las svo fyrir okkur hluta úr bókinni þar sem krakkarnir fengu að velja einu sinni hvaða leið aðalpersónan færi og þau völdu leiðina sem endar vel. Eftir lesturinn þurfti hann síðan að flýta sér út í bíl því hann átti að vera mættur í skóla inn á Akureyri bara eftir 40 mínútur og því mátti nú ekki mikið tæpara standa.

Heimsóknin var mjög vel heppnuð og voru krakkarnir mjög ánæð að sjá hann.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá heimsókninni.