Menntamálastofnun í heimsókn

Birna og Hanna
Birna og Hanna

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag í síðustu viku voru hjá okkur tvær konur, þær Hanna og Birna, frá Menntamálstofnun til að taka skólann og starfsemi hans út.

Þær hófu heimsóknina á kynningarfundi á miðvikudeginum og funduðu í kjölfarið með fulltrúum foreldra og skólaráðs ásamt því að taka viðtal við staðgengil skólastjóra.

Á fimmtudag og föstudag komu þær inn í kennslustundir og fylgdust með kennslu hjá öllum hópum, bæði í bóklegum og verklegum greinum. Eftir kennslu héldu þær svo fundi með þeim kennurum sem þær fylgdust með í tímum og gáfu umsögn og gagnrýni á kennslustundina. Þessu til viðbótar hittu þær annars vegar kennara og hins vegar annað starfsfólk í svokölluðum rýnihópum. Á föstudeginum héldu þær svo stuttan fund með nemendum til að fá þeirra sýn á skólann. Að lokum var viðtal við skólastjóra.

Afrakstur þessarar heimsóknar verður í formi matsskýrslu þar sem dregnar verða fram sterkar hliðar skólans, en einnig það sem betur má fara. Það verður spennandi fyrir skólann að fá skýrsluna og skoða leiðir til að gera gott skólastarf enn betra.

Það er mikilvægt og mjög jákvætt að vita af því og finna aðhald frá yfirvöldum í skólastarfi og er það bara til þess að efla bæði kennslu skólastarf almennt.