Anna Kristín nemandi vikunnar

Anna Kristín er annar nemandi vikunnar þessa vikuna. En við ætlum að reyna klára að ná viðtali við alla 10. bekkinga áður en við sleppum af þeim takinu og þau bruna í menntaskóla.

 

Nafn: Anna Kristín Þórðardóttir

Gælunafn: Annsína

Bekkur: 10. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Samfélagsfræði hjá Oddu

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Farið til útlanda með frænkum mínum

Áhugamál? Hestar

Uppáhaldslitur? Moldóttur/skjóttur

Uppáhaldsmatur? Slátur

Uppáhaldssjónvarpsefni? Allt með David Ettenborough

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Dj. Spiceman

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Magni!

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Geimfari

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ástralíu því hún er hinu megin á hnettinum

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Heppnasta manneskja heims

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? -----

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Menntun

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Eitthvað sem myndi auðvelda líf fólks

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Láttu vaða (tölurnar í lottóinu)

 

Við þökkum Önnu kærlega fyrir skemmtileg svör.