Styrkur til bókakaupa

Undanfarin ár hefur Grenivíkurskóli fengið veglega styrki frá fyrirtækjum hér á svæðinu fyrir jólin, sem nýttur hefur verið til bókakaupa. Fyrstu árin fékk hver nemandi bók að gjöf, en í ár - líkt og í fyrra - var ákveðið að nýta styrkina til sameiginlegra bókakaupa og setja upp í hillurnar góðu sem settar voru upp í fyrra. Nemendur geta þar valið úr glæsilegu úrvali glænýrra bóka, til viðbótar við góðan bókakost sem bókasafnið býr yfir, og er það von okkar að þetta framtak auki lestraráhuga nemenda.

Þau fyrirtæki sem styrktu verkefnið að þessu sinni eru Darri ehf, Sparisjóður Höfðhverfinga og Gjögur hf., og færum við þeim bestu þakkir fyrir frábæran stuðning!