Lok skólaárs

Að vanda var nóg um að vera síðustu dagana fyrir sumarfrí hér í Grenivíkurskóla. Runólfur, kveðjuhátíð 10. bekkjar, var á sínum stað, blásið var til sérstaks Úkraínudags, og skólanum var svo slitið þann 1. júní og fimm nemendur útskrifaðir úr 10. bekk.
 
Starfsfólk skólans skellti sér svo suður yfir heiðar og heimsótti Stapaskóla í Reykjanesbæ, en það er nýr og áhugaverður skóli með nýstárlega nálgun sem gaman var að kynna sér.
 
Fyrir hönd starfsfólks skólans þakka ég ykkur fyrir liðið skólaár og óska ykkur gleðilegs sumars!
 
Með skólakveðju,
Þorgeir Rúnar Finnsson