Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Hér má sjá mynd af þeim félögum fyrir framan málverk eftir Jóhannes S. Kjarval
Hér má sjá mynd af þeim félögum fyrir framan málverk eftir Jóhannes S. Kjarval

Síðustu vikurnar hefur Stærðfræðikeppni Grunnskólanna verið í gangi út um allt land. Nemendur í 9. bekk leystu öll verkefni rafrænt fyrir nokkrum vikum síðan. Þeir sem voru meðal 100 efstu fengu svo annað verkefni rafrænt og komust tveir nemendur frá okkur í 35 manna úrslit og var einn nemandi 1-2 stigum frá því að komast einnig í þann hóp. Það voru þeir Ingólfur Birnir Þórarinsson og Friðfinnur Már Þrastarson sem komust í 35 manna úrslitin og flugu Þeir félagar suður á laugardagsmorni (29. apríl) og reiknuðu úr sér allt vit. Þeir stóðu sig gríðarlega vel en voru því miður ekki meðal þriggja efstu. Við óskum þeim tveimur sem og öllum hinum sem komust áfram í keppninni til hamingju með árangurinn.